pælingar háttvirts háskólanema

föstudagur, apríl 14, 2006


Aðal páskaskrautið
Pálmi í paradís
Gleðilega hátíð!
Undanfarnir dagar hafa verið Frídagar með stóru F. Eftir netta kynningu á Uppsala bænum mínum fórum við til Stokkhólms. Þar þrömmuðum við endana á milli og stundum undir borgina með tunnelnum. Við gistum á frábæru en ódýru farfuglaheimili við Fridhemsplanið. Mæli eindregið með því. Við fórum fínt út að borða á miðvikudagskvöldinu og fórum í algerlega óvænt partý í Stokkhólms universiteti sem var algert brill svona á miðvikudegi. Gamlistan var tæklaður á fimmtudeginum áður en við hjúin drifum okkur ,,heim" í rólegheit. Í dag föstudaginn langa fórum við að skoða Dómkirkjuna hérna sem er afskaplega falleg. Við lentum einmitt á æfingu fyrir tónleika dagsins og var dásamlegt að hlusta á svona fallega tónlist í yndislegri kirkju.
Við drifum okkur svo í bíó í kvöld og fórum í stærsta bíósalinn og var hann svona eins og aftasti bekkurinn í Stóra Salnum. Get ekki beint sagt að myndin The inside man hafi verið í anda dagsins en mæli eindregið með henni...líka svona fyrst þetta er orðin meðmæla síða Elínar.
Jæja við erum svo á förum til Köben á morgun og verjum páskunum með Ástu systur og Halla manninum hennar. Spáð er góðu veðri og svo er alltaf svo ljúft í köben , í köben ....í kóngins köbenhavn!

þriðjudagur, apríl 11, 2006

ohhh þvílíkt veður í dag...sko ekkert slor. Nei sól og yndislegt alveg hreint. Seinni partinn varð í raun bara allt að því heitt. Í raun rætist úr veðrinu í gær. það er ekki að spyrja að honum Pálma leggur á sig að flytja góða veðrið með sér sem og þvílík bísn af páskaeggjum! Nammibindindið sem hefur verið nokkuð strangt hér í útlandinu er gjörsamlega fokið út í veður og vind og ég hugsa bara með hryllingi til mælingarinnar í Boot camp þegar ég kem heim. Vonum bara að öll þessi ganga um borgir og bæi Svíþjóðar vegi eitthvað upp á móti. Við skötuhjú höfum verið nokkuð róleg þessa 2 daga sem Pálmi hefur verið hérna. Fórum í bæinn í dag hérna í uppsala, gengum um og settumst svo niður við ánna og fengum okkur að borða. Ég þurfti reyndar að fara í study visit á svefnrannsóknar deild hérna seinni partinn en Pálmi skveraði sér ,,heim" í stúdentaíbúðina okkar. Áðan elduðum við svo góðan mat en stefnan er svo tekin á Stokkhólm á morgun. Vonum að veðrið verði jafn lovely og í dag!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Jæja á föstudaginn lét sólin loksins sjá sig! Eftir vinnu dreif ég mig niður í bæ og það er greinilegt að Svíar eru bara nákvæmlega eins og Íslendingar að því leiti að þeir vakna líka með sólargeislunum. Allir komnir niður í bæ, fólk farið að taka til í görðunum og svona. Þegar ég loksins var búin að öllu í bænum settist ég niður við Fyrisána og fékk mér að borða. Þar sem Uppsala er mikill námsmannabær er mikið af ungu fólki hérna og ég held að það hafi allt seti við ánna þennan dag. Þvílík stemmning! Ég ákvað að ganga langleiðina heim og þar sem þetta er ekki stór bær þá tók það nú ekki langan tíma. Fólki hérna finnst Flogsta þar sem ég bý vera langt úti í buskanum og það er það miðað við vinnuna mína en ekki miðað við miðbæinn. hérna er líka gert ráð fyrir því að fólk ferðist um á hjóli eða gangandi...ekki allir með einkabíl undir rassinn á sér.
Þegar ég kom heim var mér tekið fagnandi þar sem sá Ítalski á ganginum hafði brennt sig deginum áður og var með bundið um hendina á sér eins og meiri hluti hennar hefði orðið eftir á eldavélarhellunni. Eftir ítalskt handapat og ósköpin öll af þjáningu hjá þeim brennda tókst mér að taka umbúðirnar af og kom þá í ljós blaðra á stærð við 5 aur. Hann var ákveðin í því að drífa sig hið snarasta á slysó og spurði mig hvort að það væri ekki það eina rétta í stöðunni. Ég gat ekki alveg samsinnt þvi og sagði að þar yrði líklega lítið gert fyrir hann. Jæja löng saga stutt þá fór hann minnsta kosti ekki en ég hef núna fengið að sjá blöðruna reglulega og spurð hvort hún væri ekki að stækka...sem hún hefur alveg verið laus við.
Um kvöldið komu stokkhólmararnir í hópnum í heimsókn og fengum við okkur stúdentapizzu af stað sem er hérna rétt hjá (stúdenta ...þetta og hitt = þú færð afslátt af því að þú ert stúdent mjög algengt hérna). Eftir partý hérna á ganginum fórum við á BJ stað hérna í bænum og dönsuðum inn á alllllttt og pökkuðu dansgólfi.
Á laugardeginum var letin alveg að fara með okkur. Drifum okkur þó í bæinn og reyndum að laga það sem hægt var að laga með kaffi og súkkulaðimuffins sem er orðin hefð hérna á laugardögum. Hildur keypti sér 2 veski og eina skó...allt til að laga heilsuna!
Við tókum smá túrista pakka á þetta og skoðuðum dómkirkjuna sem er mjög flott en við eigum eftir að fara upp í turninn. Um kvöldið voru ásrún og Sigrún svo duglegar að elda fyrir okkur letihaugana mexikóskar pönnukökur...mmm. Svo var okkur boðið í hús númer 2 í gangapartý. Mjög skemmtilegt þar sem sá brenndi sem by the way býr hérna á mínum gangi stóð í dyrunum, bauð alla velkomna í partýið og sýndi svo blöruna og fékk tilheyrandi samúð frá stúdínum sem sóttur partýið. Við endumst ekki mjög lengi og sofnuðum loks með dúndrandi tónlist í eyrunum frá partýium allstaðar í kringum okkur...mér leið svona eins og mr. Bean í áramótaþættinum.