pælingar háttvirts háskólanema

mánudagur, janúar 09, 2006

nú er svona í tísku að koma með svona lista í ársbyrjun ja eða árslok. Minn listi yfir best of ársins myndi svona óritskoðað innihalda:

1. Ferð okkar Pálma til parísar
2. Skíðaferð familýunnar til Ítalíu
3. Heilaaðgerðin í skurðklínik
4. Frábær ferð á Vestfirðina, sérlega ánægjulegt að sýna Pálma Flatey.
5. Kvennafrídagurinn endurtekinn
6. Kaupin á sumarhöllinni
7. Pínókonsertar föður míns
8. Brullaup Ástu og Halla
9. Allar brill sumarbústaðaferðinar, tjaldútilegur og dagsferðir sumarsins.
10. Histamín hittingar þar sem ómæld vitneskja komst svona nokkurn vegin klakklaust til skila.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Í gær var síðasta jólboð ársins haldið í kjallaranum (þrettándinn að vísu búinn en maður þykist bara ekkert hafa tekið eftir því). Á boðstólnum var svínabógur en ég verð að játa að ég hef aldrei gert svona stórsteik áður og eiginlega ekki enn því að Pálmi var yfirkokkur í þessari hátíðarmatseld. Eftir matinn var náttúrulega spilað eins og lög gera ráð fyrir í jólaboðum og var lýðræðið í heiðri haft það sem stelpurnar unni í öðru spilinu og piltarnir (aka pulsurnar) unnu í hinu, þó tekið skal frama að stúlkurnar höfðu yfirburði framanaf. Leiksigrar voru ekki ófáir meðal keppendanna í actionary'inu. Ber þar hæst hvalur í túlkun Rakelar og froskurinn hans Reynis (sem reyndar var teiknaður). Kvöldið endaði seint og um síðir á einu öldurhúsi bæjarins.
Jæja svo í dag fékk gráa jólatréð að fara endanlega til feðra sinna. Það reyndar yfirgaf okkur í anda og gránaði eiginlega bara strax á 4 degi en það lafði þó þar til núna.
Maður verður alltaf svona nett blúsaður þegar jólatréð er farið að heiman og allt jólablingið líka. Maður verður eiginlega að skreppa í desperat ferð í sænsku vöruskemmuna við sundahöfn og kaupa nýja hamingju á útsölu. Já um að gera að finna sér verkefni á nýju ári.