Jæja, þá er nú næstum komið að þessu! Ég er að fara til Austurríkis á skíði.....mmmmm. Jú ég veit þið öfundið mig hahaha en svona er þetta bara mjög svo ljúf vika framundan hjá mér. Fer út á morgun ohhh það verður mjööög gott að komast í snjóinn og sólina.
Annars fór ég á árshátíð deildarinnar á laugardaginn síðasta. Þetta heppnaðist bara mjög vel og Helga Braga sem var veislustjóri fór gjörsamlega af kostum. Magadansinn var brill og langar mig mjög mikið að drífa mig í svoleiðis hvort sem það var maginn á Helgu sem tældi mig eða glingrið á kjólnum. Dæmi hver fyrir sig. Heyrumst þegar ég kem aftur.

Mjög
zzzzexy!Hildur að segja eitthvað gáfulegt.
