pælingar háttvirts háskólanema

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Ohh, dejlig síðasta helgi. Mútta mín átti afmæli á föstudeginum 13. og heppnaðist sú gleði mjög vel. Dásamlegur matur og þrefaldur eftirréttur. Ég held að við höfðum þarna hrakið óheilla krákuna frá þessum degi og er maður víst heppin þá sjaldan sem manni tekst það á þessum degi.
Jæja svo stóð nú til að drífa sig í Bláfjöllin á laugardeginum. Eitthvað fór það nú fyrir ofan garð og neðan en vegna veðurs. Þess í stað fórum við Hlíðarbúar utan Pálma á gönguskíði á Rauðavatni. Þetta var fyrsta ferð mín á gönguskíði. Faðir minn reyndur VASA skiðagöngukappi leiddi hópinn sem saman stóð sem sagt af mér og mömmu. Hann skeiðaði hratt og örugglega eftir ísnum...alveg þangað til að hann féll útí. Þarna stóð hann með Rauðavatnið upp í mitti. Mamma gersamlega missti sig úr hlátri já og ég líka. Þarna var ekkert okkar búið að afreka mikið í göngugeiranum þannig að við drifum okkur í Fossvogsdalinn. Gekk svona ljómandi hjá mér á tunnustofum föður míns og var ég farina að tala með sterkum norskum hreim eftir daginn.
Daginn eftir fór ég svo á kunnuglegri slóðir á skíði eða upp í Bláfjöllin. Það verkur hjá mér ómældan aulahroll að hringja í skíðasímann 5303000. Hver valid þessi herfilegu nöfn á blessuðu lyfturnar. Maðurinn í símanum þylur upp hvaða lyftur eru opnar og hljóðar sú upptalning mjög einkennilega. ,,Amma mús er opin sem og patti broddgöltur og Lilli klifurmús.” Úff ég bara roðna og blána að hlusta á þetta!
Vetrarólympíuleikar Elínar héldu áfram í vikunni þar sem ég fékk forlátt snjóbretti hjá henni Ástu skvísu og þrammaði með það upp skíðabrekkuna í Breiðholtinu. Ég hélt innilega að ég væri undrabarn á bretti. Ég held því reyndar enn framm þó ýmsir utan að koma séu meira efins. Ég er reyndar með dálítinn (risasmáan) marblett á rassinum af fremur harkalega lendingu á botninum eftir óborganlega flott rennsli niður brekkuna…framm að fallinu.