


Loksins loksins blogga ég aftur, vonandi er einhver sem er enn með þetta blogg inn á blogg rúntinum sínum! Ég er búin í prófunum fyrir löngu síðan og gekk mjög vel betur en mér áhorfðist þarna um tíma úti í flippinu mínu í Svíþjóð. Ég er búin að afreka bara nokkuð margt síðan ég komst í frí frá skólanum. Er náttúrulega að vinna eins og allir og er meira en góðu hófi gegnir á kvöldvöktum en það er nú bara eins og það er, sé mitt fólk bara svona í mýflugu mynd oft á tíðum. Ég hef farið tvisvar sinnum upp í bústaðinn á Þingvöllum og hef farið nokkrar vinnuferðir í bústað pabba og mömmu í Vörðufellinu. Helst afrekið er þó ferðin á Hvannadalshnjúk síðasta laugardag! Þvílík ferð. Ég fór með pabba, Magnúsi frænda og Ásdísi frænku í frábæru veðrir á þennan hæsta tind landsins. Þetta var alveg hrikalega skemmtileg ferð og fullt af fólki sem gekk upp með mismunandi ferðafélögum. Við komumst á toppinn á 6 tímum og er það held ég bara nokkuð gott svona í fyrstu ferð en við pössuðum okkur þó að fara ekkert of hratt og njóta dagsin sem var hreint geggjaður.

1 Comments:
Hrikalega flott hjá ykkur!!!!! Þín stóra sys.
3:16 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home