Góðan og blessaðan daginn fólk..og fiskiflugur.
Nú er allt að gerast hér í henni svíþjóð. Er að missa andlitið ofaní tölvuna þar sem ég þarf ekki að gera nema tvær ritgerðir áður en ég kem heim...nota bene með heimildirnar á sænsku! Og svo tekur próflesturinn við og á meðan þarf eg að vera í verknáminu og í útlöndum eitthvað sem engan veginn fer saman. Kom on segi ég nú bara hvernig er hægt að ætlast til þess að maður geti virkjað prófsellurnar í útlandinu með HogM á vinstri hönd og sólina og stúdenta stemmarann á þá hægri (höndina alltsa). Men det gar faktiskt jette bra det her og liggur við að ég sé sest hér að þvílíkur snilldar bær sem þetta er og fólkið sem hann byggir. Hér með tek ég aftur og biðst innilegrar afsökunar á Svíabröndurum, leiðinda komment um mont Svía (sem eru nú reyndar ekki ýkjur...en hver hefur sinn djöful að draga) og annað sem á einhvern hátt má túlka niðrandi og leiðinlegt fyrir Svía! Takk fyrir.
Eg átt víst eftir að segja frá páskunum og hér með geri ég það. Við drifum okkur sem sé til köben og gistum í villu þeirra hjóna Ástu og Halla. Þar náðist það á filmu þegar ég söng í sing star og bið ég þá sem hafa þær myndir í fórum sínum að koma þeim fyrir kattarnef þar sem sönghæfileikar mínir eru ekkert gaman mál! Svo fórum við Pálmi, Ásta og ég i Tivoli á páskadaginn í frábæru veðri. Við prófuðum öll tækin sem báru þyngd okkar. Já ég fór í gullturninn! En það er risa stór súla sem þú ert látinn gossa niður í frjálsu falli og verð ég að segja að það var mjög sjokkerandi upplifun og eg var ekki hrifinn af Pálma á þeim tímapunkti sem við sátum uppi í turninum með alltof gott útsýni yfir koben, vitandi það að við værum á hraðri leið niður en hann dró mig í þetta apparat! Rússibaninn var meira að mínu skapi og fórum við nokkrum sinnum í hann og ávallt jafn hressandi. Við fengum þetta fína lambalæri hjá þeim hjónum um kvöldið og skemmtum okkur hið besta!
Stúlkukindurnar frá Stokkhólminum komu hingað núna um helgina til að komast í almennilegt stúdenta umhverfi og tilheyrandi skemmtun. Ekki stóð á því! Við Ásrún hituðum líka upp á föstudaginn með því að fara á alvöru nation (sem er stúdentafélag sem heldur úti kaffihúsi og skemmtistað.) Þetta var hjá vinsælustu nationinni Varmlands og er húsið þeirra gamalt og virðulegt og dálítið undarlegt að vera djamma í húsi sem helst líktist hinu háa Alþingi Íslendinga. Mjög spes en skemmtilegt! Já amk í gær var að sjálfsögðu teiti á ganginum Teit og hér var fólk ákaflega hresst og fengu allir sinn skerf af opal skotum sem fóru misvel í fólk. Alþjóðleg könnun á bragði drykkjarins leiddi eftirfarandi í ljós. Bandaríkjamanninum fannst þetta áhugaverður drykkur = sem myndi útleggjast á íslenskunni mjög vont en reyni að halda andlitinu og vera kurteis. Frakkinn og ítalinn grettu sig mikið og fussuðu og sveiuðu en Frakkinn bað um meira! Svíinn mjög sáttur við sinn hlut e.t.v aðeins of sáttur og fékk sér oft og mikið! Íslendingunum fannst þetta ekki svo gott en reyndu að halda andlitinu...fyrst þetta var nú íslenskt. Þau viðbrögð minntu reyndar skuggalega á bandaríkjamanninn..hmm?

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home