Stokkhólmur er stórborg já, stór borg. Veit að ég er svo sem ekki að segja neinar fréttir en fannst samt einhvern vegin eins og þjóð sem hefur krúttlegasta fána heims og talar barnamál geti einhvern veginn ekki átt svona stórborg með tunnelbahn og öllu. Já, þarna var ég mætt eftir nákvæmlega 40 mínútna ferð með lestinni frá litla bænum mínum í borgina rétt eins og í Danmörku forðum daga frá Hilleröd til Koben. Magnað hvað sagan endurtekur sig!
Við vorum nú ósköp stilltar og rólegar á föstudagskveldinu. Fórum bara á röltið um bæinn og fengum okkur að borða. En vegna skítakulda og þreytu frá því sex um morguninn þá varð ekki meira gert þann daginn.
Jæja við sváfum ,,út” á laugardaginn eða alveg til að verða 10:00!! Þá var bara að skella í sig hafragrautnum og út á drottingargötuna með lestinni. H og M blasti við og var tekið með trompi. Við hittum svo Jennifer sem er tengiliður Sigrúnar og Hildar hjúkrunarfr. nemana sem eru í Stokkhólmi. Hún sýndi okkur bæinn og fengum við okkur stærstu súkkulaði muffins sem ég hef séð á einu kaffi húsanna. Eftir nett súkkulaði sjokk og göngu upp að hnjám ákváðum við að drífa okkur í ÁTVR þeirra svía. Ekki vildi betur til en svo að ekki má kaupa áfengi til meira en 15 á laugardögum og var stefnan þar af leiðandi sett á pepsiið þetta kvöldið, en Jennifer bauð okkur með sér í partý.
Við komum í herbergið hennar Hildar um kvöldið mjööög þreyttar og svangar og vorum ekki alveg í partýstuðinu en það lagaðist eftir ljúffenga máltíð sem samanstóð af morgunkorni og jógúrti...því pizzastaðurinn sem við ætluðum að fara á var lokaður. Við skemmtum okkur bara mjög vel í partýinu sem var í einni af mörgum pínulitlu stúdentaíbúðunum í Stokkhóli. Síðan fórum við á stað þar sem var bara spiluð gömul soul múskí sem var skemmtileg tilbreyting frá stöðunum á Íslandi. En kom on við þurftum að borga 100 sek til að komast inn og 20sek í fatahengið. Já ég get ekki sagt að það sé ódýrt að lifa hérna í sverige. Eftir þetta fórum við svo heim í lestinni og 15 mín gangan frá lestarstöðinni var mjög erfið og þegar við komum loks ,,heim” lognuðumst við útaf þar sem við stóðum.
Sunnudaginn tókum við svo með mikilli ró. Skelltum okkur í gamla bæinn og til að skoða höllina og til að tékka á hvort svíprinsinn væri nokkuð við. Við leituðum mikið en sáum hann hvergi en rákumst á frábært kaffihús. Súkkulaðibollan/kakóbollan/chokoladkoppen. Pínulítið kaffihús í gamla bænum þar sem er boðið upp á það besta súkkulaði sem ég hef smakkað mmmm...
Vinnan tók svo við á mánudaginn og í gær en ég er í ,,fríi” í dag. Þessi dagur fer þó að mestu leiti í ritgerðasmíð og vaskeri...þar sem það er þvottadagur í dag.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home