á meðan skógareldar ganga yfir á Íslandinu er bara snjór og skítakuldi hérna. ég er svo sem ekkert að öfunda landeigendur sem allt brennur hjá um þessar mundir en kom og ég hélt að það væri smá vor hérna í þessu landi. Sorry en þetta er svo hrikalega niðurdrepandi veður. hef varla séð bæinn sem ég bý í fyrir slyddu, þoku eða snjókomu eða öllu þessu í einu. Það á svo að fara rigna á mánudaginn þetta gerir ekkert nema batna! sakna sumarsins á Íslandi ...skrýtin setning en sönn.
Er á leið til stokkhólms núna að hitta Hildi og Sigrúnu sem eru þar í verknámi. Vonandi etum við notið okkar innan um slappið og skaflana þar. segi bara hejdo þangað til á sunnudaginn.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home