ohhh þvílíkt veður í dag...sko ekkert slor. Nei sól og yndislegt alveg hreint. Seinni partinn varð í raun bara allt að því heitt. Í raun rætist úr veðrinu í gær. það er ekki að spyrja að honum Pálma leggur á sig að flytja góða veðrið með sér sem og þvílík bísn af páskaeggjum! Nammibindindið sem hefur verið nokkuð strangt hér í útlandinu er gjörsamlega fokið út í veður og vind og ég hugsa bara með hryllingi til mælingarinnar í Boot camp þegar ég kem heim. Vonum bara að öll þessi ganga um borgir og bæi Svíþjóðar vegi eitthvað upp á móti. Við skötuhjú höfum verið nokkuð róleg þessa 2 daga sem Pálmi hefur verið hérna. Fórum í bæinn í dag hérna í uppsala, gengum um og settumst svo niður við ánna og fengum okkur að borða. Ég þurfti reyndar að fara í study visit á svefnrannsóknar deild hérna seinni partinn en Pálmi skveraði sér ,,heim" í stúdentaíbúðina okkar. Áðan elduðum við svo góðan mat en stefnan er svo tekin á Stokkhólm á morgun. Vonum að veðrið verði jafn lovely og í dag!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home