
Aðal páskaskrautið

Pálmi í paradís

Gleðilega hátíð!
Undanfarnir dagar hafa verið Frídagar með stóru F. Eftir netta kynningu á Uppsala bænum mínum fórum við til Stokkhólms. Þar þrömmuðum við endana á milli og stundum undir borgina með tunnelnum. Við gistum á frábæru en ódýru farfuglaheimili við Fridhemsplanið. Mæli eindregið með því. Við fórum fínt út að borða á miðvikudagskvöldinu og fórum í algerlega óvænt partý í Stokkhólms universiteti sem var algert brill svona á miðvikudegi. Gamlistan var tæklaður á fimmtudeginum áður en við hjúin drifum okkur ,,heim" í rólegheit. Í dag föstudaginn langa fórum við að skoða Dómkirkjuna hérna sem er afskaplega falleg. Við lentum einmitt á æfingu fyrir tónleika dagsins og var dásamlegt að hlusta á svona fallega tónlist í yndislegri kirkju.
Við drifum okkur svo í bíó í kvöld og fórum í stærsta bíósalinn og var hann svona eins og aftasti bekkurinn í Stóra Salnum. Get ekki beint sagt að myndin The inside man hafi verið í anda dagsins en mæli eindregið með henni...líka svona fyrst þetta er orðin meðmæla síða Elínar.
Jæja við erum svo á förum til Köben á morgun og verjum páskunum með Ástu systur og Halla manninum hennar. Spáð er góðu veðri og svo er alltaf svo ljúft í köben , í köben ....í kóngins köbenhavn!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home