jæja síðasti dagurinn í vinnunni í dag! Fékk mat á dvöl minni þarna og frammistöðunni. Allt gekk eins og best verður á kosið og ég mjög ánægð með dvölina. Frábært veður hérna í dag í tilefni þess gekk í ég bæinn eftir fundinn við sérfræðikennarann hérna. Gekk meðfram Fyrisánni og enduheimti hjólið mitt sem heitir Philipus því það er Royal!! Við Ásrún fórum nefninlega síðast liðinn mánudag á stúdenta veitingastað hjá Norrlands nation. Eftir matinn var ég of löt til að skrölta heim á fáknum þannig að hann var skilinn eftir við ánna...en komst heim í dag. Við förum svo til stokkhólms á morgun og ætlum að borða með Hildi, Sigrúnu og Tijiii??? veit ekki hvernig í ósköpunum á að stafa nafnið hans? Síðan yfirgefa þær stúlkur landið á föstudaginn og við Ásrún fljúgum heim á laugardaginn!!! Magnað hvað þetta hefur í raun verið fljótt að líða. mánuður rokinn og framundan eru gríðar hressandi próf. En svo kemur sumarið.
Fákurinn Philipus

útýnið af þakinu þar sem gott eða að læra á góðum degi sem þessum. Blokkin er 8 hæðir þannig að útsýnið er fínt!

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home