Úff það er farið að bera á haust yfirlýsngum í vindinum... sem er nú reyndar enginn þessa stundina þar sem er alveg blanka logn. Já stutt í skólann byrja á mánudaginn og er með svo flókna stundaskrá að ég á örugglega eftir að snúast í hringi inn á LSH leitandi að staðnum mínum í verknámi.
Sumarið hefur annars verið ekkert nema blíðan, sólskinið og dásemdin ein...a.m.k. í huga mér. Við Pálmi höfum verið rosa dugleg þó ég segi sjálf frá að drífa okkur út úr bænum allar helgar og náuðum að lengja nokkrar þeirra og fá smá sumarbónusa hér og þar. Við fórum náttúrulega til Portúgal í viku fyrir alltof mörgum vikum síðan. Það var yndisleg ferð og kostaði okkur ekki mikið. Hótelið var ekki alveg Hilton en það dugði alveg og kakkalakkarnir héldu sig alveg á neðstu hæðinni en við vorum í hæfilegri fjarlægð frá þeim elskum. Við förum alveg örugglega aftur út í svona lottó-ferð. Kosta ekki mikið og eru bara bónus á þetta alltof stutta sumar. Vikan var samt allof fljót að líða, hefði viljað vera a.m.k. 10 daga það er fínt! Við fórum í siglingu, vorum dugleg að prófa nýjar strendur fórum m.a. á strönd sem er vinsæl hjá heima mönnum og þvilík paradís, st. Eulalia (alveg örugglega ekki rétt skrifað). Við fundum líka besta veitingastað ever...þangað til annað kemur í ljós. Tandoori! Frábær indverskur veitingastaður þar sem við átum á okkur gat endurtekið og ég sakna hans enn! Æi já þetta var þvílík sæluvika.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home