pælingar háttvirts háskólanema

fimmtudagur, október 12, 2006

Jæja mikið er nú langt síðan að ég lét nokkuð í mér heyra hérna. Ég skulda ykkur eiginlega söguna af Róberti Vilhjálmssyni a.k.a Robbie Williams. Þetta var alveg mögnuð ferð sem seint gleymist. Eins og kom fram í síðasta bloggi, sem var fært inn í á inversku netkaffi á heimaslóðum hennar Sögu, vorum við á alveg lovely hóteli...þannig séð. Ég féll amk alveg fyrir hverfinu Notting Hill en grunar að ég hafi ekki alveg efni á íbúð þar svona alveg á næstunni miðað við standartinn þarna í kring. Micran mín myndi fá netta minni máttarkennd innan um audi, benz og bimma.
Við komum á föstudeginum og fór sá dagur sorglega mikið í að sofa en fórum á kreik þegar Rakel og Reynir komu svo um kveldið. Fengum okkur þessa ,,fínu” borgara á Macanum en borgararnir báru þess mekri að hafa beðið ansi lengi undir hitalampanum eftir okkur. Það var svo sem allt í lagi...ekki nema einn úr hópnum fékk væga matareitrun sem er nú alveg innan skekkjumarka.
Á laugardeginum var DAGURINN! Eftir mat á lestarstöðinni og 30 mínútna lestarferð vorum við á labbinu að Milton Keanes Bowl. Ég og Pálmi vorum reyndar ekki komin með miða á tónleikana...þau einu í hópnum sem ekki voru með miða í vasanaum en við sáum fljótt að það var ekki neitt til að örvænta yfir þar sem annar hver maður romsaði út úr sér óskiljanlegum skilaboðum á torskilinni ensku um að þeir ættu miða á sérstöku verði bara fyrir þig. Special price for you my friend...?
Eftir nokkura klukkustunda setu í brekkunni andspænis sviðinu og hlustun á leiðinlega hljómsveit sem eg man ekki hvað heitir og skemmtilega hljómsveit, basment jaxx, var komið að því. This is not a drill... eldtungur spruttu upp í sviðinu og svo loksins sömu leið spratt ...Goðið. Já ég hef nú reyndar seint talist til hans mestu aðdáenda. Ég til dæmis fór ekki að gráta þegar Take That, en það má hann eiga,hann er entertainer!!! Hrikalega flott show. Hann tók öll þessi helstu lög nýtt mjög mikið gamalt og fyrir Maríu tók hann eitt take that lag (María fór að gráta þegar Take that hætti). Þegar tónleikunum lauk héldum við, þessir 6 íslendingar á svæðinu, áfram að klappa þar sem við héldum að Robbi kæmi aftur ef hann væri klappaður upp en þar sem hinir 69994 sem voru á tónleikunum tóku ekki undir hættum við og létum okkur berast með straumnum út af leikvanginum og í lestina heim...5 tímum síðar vorum við komin upp á hótel nær dauða en lífi af þreytu...en sátt.
Næstu dagar fóru í spókanir um London. Safna ferðir mislukkaðar myndatökur og almenna hressingu. Á mánudagskvöldinu fórum við á söngleikinn We will rock you sem státar af frábærri tónlist Queen en fremur döprum söguþræði en hver þarf það þegar söngleikur er annars vegar. Þa var mjög skemmtilegt að sjá breskt leikhús. Já þessi ferð var í alla staði dásamleg. Við vorum svo heppin með veður 20-24 stiga hiti og emergency ponsjóinn hans Pálma fékk bara að vera í töskunni allan tíman við hliðina á regnhlífinni minni.