pælingar háttvirts háskólanema

föstudagur, mars 31, 2006

á meðan skógareldar ganga yfir á Íslandinu er bara snjór og skítakuldi hérna. ég er svo sem ekkert að öfunda landeigendur sem allt brennur hjá um þessar mundir en kom og ég hélt að það væri smá vor hérna í þessu landi. Sorry en þetta er svo hrikalega niðurdrepandi veður. hef varla séð bæinn sem ég bý í fyrir slyddu, þoku eða snjókomu eða öllu þessu í einu. Það á svo að fara rigna á mánudaginn þetta gerir ekkert nema batna! sakna sumarsins á Íslandi ...skrýtin setning en sönn.
Er á leið til stokkhólms núna að hitta Hildi og Sigrúnu sem eru þar í verknámi. Vonandi etum við notið okkar innan um slappið og skaflana þar. segi bara hejdo þangað til á sunnudaginn.

fimmtudagur, mars 30, 2006

hi elskurnar mínar! eins gott að vera dugleg að skrifa þar sem ég var með stórar yfirlýsingar þess efnis að ég yrði svooo dugleg þegar ég væri hérna úti.
I dag tókst mér að sofa í næstum klukkutíma í vinnunni með opin augun...geri aðrir betur held ekki! ég var á fundi með alltof mörgum Svíum sem allir töluðu í einu og ég skyldi kannski ekki alveg jafn mikið og ég ætlaði mér eða ekki neitt. þannig að þarna sat ég með gáfusvip sem síðar vék fyrir opnum munni og sljóum augum sem er þreytti svipurinn sem er ekki beint zexy né neitt sérstaklega gáfulegur. ef einhver sagði svo uppúr þurru blalala blala ELIN þá hrökk ég upp og sagði já...veit ekkert við hverju þó. Ég meina hvernig er hægt að ætlast til þess að maður sé virkur þegar maður þarf að stilla vekkeuret á 5:50 og fara í STRÆTÓ. jæja eftir mjög þreyttan dag fór ég út að skokka þar sem mér er alltaf hugsað til Boot camp liðsins sem siglir hraðbyr frammúr mér í þreki og þoli. Á þessu skokki mínu rakst ég á pínu oggulitla konu með 5 hunda í bandi sem allir náðu henni nánast í öxl. pínu lilta teskeiða kerlingin barðist þarna um í slabbinu með 5 hunda og göngugrind. Elskan litla eg sárvorkenndi henni þessari elsku.

miðvikudagur, mars 29, 2006




hérna er aðstaðan svona fínt herbergi og snyrting!

Jæja lent í barnamáls landinu Svíþjóð. Afhverju heita öll lönd ...land en þetta heitir eftir þjóðina sem landið byggir? Pæling. Ævintýrið hóft áður en ég lenti ...eða þegar hætt var við að lenda. Ég var einmitt að hugsa um hvað þetta hefði verið brill flugferð. Var í gluggasæti með útsýni yfir landið mitt sem skartaði sínu fegursta á sunnudagsmorgninum. Ég sat við hliðina á yndælum manni sem sagði mér ekki alla ævisögu sína né heldur hafði hann neitt sérstaklega mikinn áhuga á minni. Ég þoli ekki þegar fólk ætlar actually að kynnast manni á 3ja tíma flugi sorry það gerist bara ekki. Náði að lúlla mér í vélinni og svona sem sagt allt eins og best verður á kosið....svo sá ég í brautarendan og númeraplöturnar á bílunum fyrir neðan þá bara hætti flugstjóragaurinn við allt og stefndi vélinni bara beint upp í lufted aftur....TALANDI UM VALKVÍÐA. Ég varð nett sterssuð okey, okey ég svitnaði af stressi yfir þessum darraða dansi. Ég var fegin þegar ég komst frá borði. Á rútustöðinni stóðum við samnemandi minn með töskurnar okkar og allan ferðasvitan. Þar kom aðvífandi þessi forláti eldgamli hvíti VOLVO að sjálfsögðu. Um borð stigum við og Eva mjög svo hress og international kona sem sér um skipti- stúdenta við hjúkrunarfræðideildina sem eru víst mjög margir en samt er hún skemmtilega ekki með neitt á hreinu. Við komum þá í herbergið mitt sem er við risastóra stúdentablokk með rosalegu öryggiskerfi sem samanstendur að mismunandi talnakóðum, aðgangskortum og lyklum og ef eg læsi mig ekki úti hérna þá kalla ég Elínu góða sem aldrei man eftir lyklunum sínum!! Herbergið er með WC og sturtu, eldhúsið er svo frammi á ganginum. Herbergið var eins og eitthvað úr Allt í drasli. Ertu ekki að GRÍNAST þetta var ógeð! Ég hef sjaldan verið jafn ánægð með að sjá universal hreinsibrúsa sem fékk nóg að gera þennan daginn. Núna er herbergið bara nokkuð vistlegt en ég sé mest eftir því að hafa ekki tekið fyrir og eftir myndir. Annars virðist leigan vera algjört rip off þar sem við erum nokkuð langt frá sjúkrahúsinu og öllu og þurfum því að fara með strætó í um hálftíma áður en við komumst í sjúkrahúsið. Þannig að mín vaknar eins og áður segir kl 5:50 komm on!!!

Á mánudaginn gengum við þvert yfir bæinn í hjúkrunarfræðideildina til að hitta hana international Evu sem kynnti okkur fyrir kennurum deildarinnar og við fengum bókasafnskort á deildarbókasafninu sem er mjög flott! Síðan fengum við mjög nákvæman rúnt um spítalann hérna sem saman stendur af litlum kjörnum sem eru byggðir eins og blokk í hring um lítinn matsal og yfirbyggt ,,útivistarsvæði” í miðjunni sem er mjög flott. Líklega sama hugmynd sem vakir fyrir þeim sem semja nýjan spítala á Íslandi. Eftir mat í matsal spítalans fórum við á fund sérfræði kennarans sem er mjööög hress kona sem einnig leiddi okkur út í nokkuð nýrri og mun flottari útgáfu af ofursænksum Volvo. Með henni lá leiðin að þeim stað sem deildarnar eru sem við vinnum á núna. Ég er á deild sem höndlar fólk með geðklofa og ranghugmyndir. Kennarinn minn á deildinni er mjög fín og talar góða ensku. Ég þykist skilja sænskuna og tekst svona inn á milli að kinka kolli á réttum tíma.

Í gær var svo fyrsti dagurinn minn í vinnunni. Þetta var bara mjög fínt fyrir utan mikla þreytu af minni hálfu. Ég fékk nú að fara dálítið áður en deginum lauk þar sem eg var farin að ranghvolfa augunum eftir mjög sem sænskan deildarfund þar sem eg get ekki sagt að ég hafi alveg verið með á nótunum í sænskunni. Við hittum svo tvær stelpur frá hjúkrunarfræðideildinni hérna í uppsala sem verða tengiliðir okkar Ásrúnar við uppsala universitet. Þær voru frábærar í að sýna okkur bæinn redda nettengingu, símakorti og klúbbkorti á hina mismunandi stúdenta klúbba hérna í bænum þar sem þeir eru mjög margir. Frábært hvað stúdentalífið er virkt hérna reka ódýr kaffihús, matsölustaði sem svo auðvita breytast í skemmti og samkomustaði þegar á líður kvöldið.

þriðjudagur, mars 28, 2006

hejdo

sit herna i tolvu stofunni i kjallara gamla gedspitalans i Uppsala. herna eru bara skrifstofur nuna. Eg er i sudur enda baejarins i verknami og by i nordur endanum tannig ad almenniningssamgongur og eg erum nu eitt! a eftir er eg ad fara hitta tvaer stelpur sem eru skikkadar til ad gerast vinir okkar medan vid erum herna. tetta eru hjukrunarfr.nemar hedan fra uppsala sem aetla ad hjalpa okkur ad komast inni i studentalifid. svo fae eg vonandi LAN kapal og tannig tengingu a studentagardinn tar sem eg by nuna a eftir tannig ad ta mun eg blogga meira. en eg kved i bili. I'll be back
kv Elin Birna