pælingar háttvirts háskólanema

sunnudagur, júlí 02, 2006

góðan daginn gott fólk!

Magnað hvað getur rignt á þessu blessaða landi. Þetta er svona rigning sem maður sér bara í rómatískum bíómyndum. Svona steypi regn sem kemur í lok sólardagsins og gerir alla rómantísku siffonkjólana heppilega gegnsæja...eykur mjög áhorf slíkra mynda.

Jæja hvað sem því líður þá er enn við það sama hvað varðar vinnu og líf. hef svo sem ekki mikið afrekað síðan síðast enda hefur geysi skemmtilegt veður hamlað mjög stórum afrekum á útilegu sviðinu. Fór reyndar síðustu helgi í Þórsmörk á flottasta bíl ever...grænum (alveg að hrynja) landrover. Ég fann mig fyllilega í hlutverki ofur-jeppa- skvísunnar þar sem ég brunaði yfir ár, læki og flesta það sem fyrir mér varð á leiðinni inn í Mörk. Þar vörðum við helgini í geggjuðu veðri ótrúlegt en satt þar sem var bongó blíða. Uðrum reyndar að fara sorglega snemma heim þar sem ég var orðin lasin á sunnudeginum en ekki meira um það hér... Segjum bara að ég mæli ekki með bílferð út úr Þórsmörk á ,,hristi landrover" með magapínu!!

um helgina var ég í bænum eins og svo fáir Reykvíkingar. Fór í afmæli til Guðrúnar sem var memm í kvennó. Glæsilegt boð eins og við var að búast. Magnað hvað sú kona kann að elda góðan mat. Þaðan kíkti ég á Barinn sem er hinn besti og flottasti staður. Ekki að málið sé mér að nokkru skylt eða alveg náskylt!

Fór á Esjuna í dag. Það rigndi. sláandi fréttir veit ég en svona gerist þetta það getur farið að rigna á Esjunni eins og vel flestum stöðum öðrum. Engu að síður hressandi ganga. Á leið heim skutluðum við þýskum-þjóðuverjum (sem eru svona ofur- þjóðverjar...þið vitið með yfirvaraskegg og í öllu gore tex) heim á hótelið sitt. Þau sátu á stoppu stöðinni köld og hrakin. Konan var hrakin úr buxunum af rigningunni og sat og beið eftir leið 118 á nærbuxum og lendarskýlu. Við aumkuðum okkur yfir þau og þau töluðu mikið um lygar ferðahandbókarinnar sem þau höfðu með í för. Bókin sagði þeim að þau gætu auðveldlega farið á Esjuna og komist heim með almenningssamgöngum en sagði þeim ekkert um rigninguna né heldur um 3 tíma bið á milli ferða. Maður spyr sig er löglegt að ljúga hreinlega að útlendingum eða höldum við þetta virkilega sjálf! sorry það er ekki hægt að notast við Strætó utan 2km radíusar í henni Reykjavík.