pælingar háttvirts háskólanema

fimmtudagur, apríl 24, 2008

Vandamál við bloggið!


Ég er ekki sátt við bloghaldar morgunblaðsins þessa dagana. Hef ekki getað opnað mína eigin síðu í fleiri daga. Þannig að ég hef ekki getað bloggað neitt. Þeir hjá mogganum er ekkert að flýta sér að bregðast við mailum mínum um þessi mál. Jæja, ég kalla ykkur góð ef þið finnið þetta blogg en allavega þá er ég búin að blása lífi í þessa gömlu útlensku síðu. Hún virkar enn þó ég hafi ekki bloggað hér í rúmt ár! Jæja hérna kemur alla vega smá framhald af heimsreisunni okkar...njótið.

Pingyao og Terra-Cotta!

Pingyao er gríðarlega skemmtilegur lítill bær sem innan borgarmúranna virðist nánast ósnertur af nútímanum. Fólk býr í sínum lágreistu húsum og við Pálmi vorum svo heppin að gista í einu slíku meðan við gistum þarna. Zingjyao hostel var allt í þessum gamla stíl og afskaplega afslappað og notalegt andrúmsloft. Við kvöddum þennan bæ með söknuði þann 17. og hófum mjög svo skrautlega 12 tíma lestarferð til Xian.
Hafi lestin sem við fórum með frá Peking til Pingyao verið gömul þá var þessi enn eldri. Við brussuðumst um borð í vagn númer 6 sem líktist helst fangalest úr lélegum amerískum vestra. Við komumst að því að við Pálmi vorum á sama bás en sváfum ekki hlið við hlið. Eftir að hafa varið vökustundunum á beddanum hans Pálma í neðstu hillu var komið að mér að drífa mig í efstu hillu af þremur. Þar við hliðina á mér (með ca. 60 cm bili í næstu hillu við hliðina) lagðist fremur óaðlaðandi, sveittur, táfýlukall sem hafði staupað sig all illilega fyrir háttinn. Maðurinn hraut svo gríðarlega að hroturnar náðu að yfirgnæfa lestar dyninn. Ég náði þó að gleyma mér annað slagið, þó ég hafi hrokkið nokkrum sinnum upp þegar herra Sóði sá ástæðu til að ræskja sig hressilega og skella lúkunni á bedda-bríkina hjá mér. Voða notalegt hvernig við bonduðum þarna í myrkrinu!

Við komumst þó eftir allt saman til Xian. Litil, stórborg með aðeins um 3,2 milljónir íbúa. Í gær löbbuðum við eftir borgarmúrnum hérna, en hann er einn best varðveitti borgarmúr í Kína. Það var ágætis rölt en eftir 4 km gáfumst við upp og játuðum okkur sigruð í rigningunni enda plastpoka-kápur kannski ekki þær skjólbestu flíkur sem völ er á. Um kvöldið stytti þó upp og við lögðum leið okkar að sjá Pagodu stóru gæsarinnar en hún er ein stærsta Búdda Pagoda í Kína (allt voða mikið svona stærst og lengst og best hérna). Þar fórum við á gosbrunna sýningu. Þar sem gosbrunnar, ljós og tónlist mynda falleg listaverk í myrkrinu. Mjög skemmtileg og falleg sjón.

20.4
Í dag fórum við svo að sjá hina víðfrægu Terra-Cotta hermenn. Þetta var meiri upplifun en við bæði bjuggumst við. Þetta er gríðarlegt svæði og að þessir rúmlega 7000 leirkallar hafi staðið vörð í um 230 ár! Maður veltir þó dálítið vöngum hvort svæðið allt hafi verið rannsakað sem skyldi þar sem hermennirnir uppgötvuðust ’74 og strax ’79 var safnið opnað með öllu sínu raski fyrir umhverfið. Það er líklega eitthvað sem er falið undir fallegum marmarahellum safnsins...sem kemur kannski í ljós seinna.

föstudagur, apríl 06, 2007

Jæja kominn tími til að flytja sig um set...gerast íslendingur og fara á íslenska blog síðu! elinbirna.blog.is

sjáumst þar!

fimmtudagur, október 12, 2006

Jæja mikið er nú langt síðan að ég lét nokkuð í mér heyra hérna. Ég skulda ykkur eiginlega söguna af Róberti Vilhjálmssyni a.k.a Robbie Williams. Þetta var alveg mögnuð ferð sem seint gleymist. Eins og kom fram í síðasta bloggi, sem var fært inn í á inversku netkaffi á heimaslóðum hennar Sögu, vorum við á alveg lovely hóteli...þannig séð. Ég féll amk alveg fyrir hverfinu Notting Hill en grunar að ég hafi ekki alveg efni á íbúð þar svona alveg á næstunni miðað við standartinn þarna í kring. Micran mín myndi fá netta minni máttarkennd innan um audi, benz og bimma.
Við komum á föstudeginum og fór sá dagur sorglega mikið í að sofa en fórum á kreik þegar Rakel og Reynir komu svo um kveldið. Fengum okkur þessa ,,fínu” borgara á Macanum en borgararnir báru þess mekri að hafa beðið ansi lengi undir hitalampanum eftir okkur. Það var svo sem allt í lagi...ekki nema einn úr hópnum fékk væga matareitrun sem er nú alveg innan skekkjumarka.
Á laugardeginum var DAGURINN! Eftir mat á lestarstöðinni og 30 mínútna lestarferð vorum við á labbinu að Milton Keanes Bowl. Ég og Pálmi vorum reyndar ekki komin með miða á tónleikana...þau einu í hópnum sem ekki voru með miða í vasanaum en við sáum fljótt að það var ekki neitt til að örvænta yfir þar sem annar hver maður romsaði út úr sér óskiljanlegum skilaboðum á torskilinni ensku um að þeir ættu miða á sérstöku verði bara fyrir þig. Special price for you my friend...?
Eftir nokkura klukkustunda setu í brekkunni andspænis sviðinu og hlustun á leiðinlega hljómsveit sem eg man ekki hvað heitir og skemmtilega hljómsveit, basment jaxx, var komið að því. This is not a drill... eldtungur spruttu upp í sviðinu og svo loksins sömu leið spratt ...Goðið. Já ég hef nú reyndar seint talist til hans mestu aðdáenda. Ég til dæmis fór ekki að gráta þegar Take That, en það má hann eiga,hann er entertainer!!! Hrikalega flott show. Hann tók öll þessi helstu lög nýtt mjög mikið gamalt og fyrir Maríu tók hann eitt take that lag (María fór að gráta þegar Take that hætti). Þegar tónleikunum lauk héldum við, þessir 6 íslendingar á svæðinu, áfram að klappa þar sem við héldum að Robbi kæmi aftur ef hann væri klappaður upp en þar sem hinir 69994 sem voru á tónleikunum tóku ekki undir hættum við og létum okkur berast með straumnum út af leikvanginum og í lestina heim...5 tímum síðar vorum við komin upp á hótel nær dauða en lífi af þreytu...en sátt.
Næstu dagar fóru í spókanir um London. Safna ferðir mislukkaðar myndatökur og almenna hressingu. Á mánudagskvöldinu fórum við á söngleikinn We will rock you sem státar af frábærri tónlist Queen en fremur döprum söguþræði en hver þarf það þegar söngleikur er annars vegar. Þa var mjög skemmtilegt að sjá breskt leikhús. Já þessi ferð var í alla staði dásamleg. Við vorum svo heppin með veður 20-24 stiga hiti og emergency ponsjóinn hans Pálma fékk bara að vera í töskunni allan tíman við hliðina á regnhlífinni minni.

sunnudagur, september 17, 2006

erum stodd i London baby! vorum ad koma af datei med Sogu og hennar kaera. mojg gaman ad hitta tau. forum og hittum robert vilhjalmsson tar sem hann var med netta skemmtun fyrir einvala lid 70000 manns. tvilik upplifun, madur hefur sed tetta i tv en upplifunin er mognud. tetta verda bara allir ad profa.
hotelid okkar var 5 stjornu hotel fyrir svona 40 arum sidan en tar hafa tynt tolunni m arunum asamt murhudinni. teppi, rosottar gardinur og flottheit.
geggjad vedur og dasamleg ferd hingad til.

elskum ykkur oll
tad er svo gaman herna
kv elin og palmi

fimmtudagur, ágúst 31, 2006




Sundlaugagarðurinn okkar!

fiskimannaströndin

Við hjónaleysin!

Úff það er farið að bera á haust yfirlýsngum í vindinum... sem er nú reyndar enginn þessa stundina þar sem er alveg blanka logn. Já stutt í skólann byrja á mánudaginn og er með svo flókna stundaskrá að ég á örugglega eftir að snúast í hringi inn á LSH leitandi að staðnum mínum í verknámi.
Sumarið hefur annars verið ekkert nema blíðan, sólskinið og dásemdin ein...a.m.k. í huga mér. Við Pálmi höfum verið rosa dugleg þó ég segi sjálf frá að drífa okkur út úr bænum allar helgar og náuðum að lengja nokkrar þeirra og fá smá sumarbónusa hér og þar. Við fórum náttúrulega til Portúgal í viku fyrir alltof mörgum vikum síðan. Það var yndisleg ferð og kostaði okkur ekki mikið. Hótelið var ekki alveg Hilton en það dugði alveg og kakkalakkarnir héldu sig alveg á neðstu hæðinni en við vorum í hæfilegri fjarlægð frá þeim elskum. Við förum alveg örugglega aftur út í svona lottó-ferð. Kosta ekki mikið og eru bara bónus á þetta alltof stutta sumar. Vikan var samt allof fljót að líða, hefði viljað vera a.m.k. 10 daga það er fínt! Við fórum í siglingu, vorum dugleg að prófa nýjar strendur fórum m.a. á strönd sem er vinsæl hjá heima mönnum og þvilík paradís, st. Eulalia (alveg örugglega ekki rétt skrifað). Við fundum líka besta veitingastað ever...þangað til annað kemur í ljós. Tandoori! Frábær indverskur veitingastaður þar sem við átum á okkur gat endurtekið og ég sakna hans enn! Æi já þetta var þvílík sæluvika.

sunnudagur, júlí 02, 2006

góðan daginn gott fólk!

Magnað hvað getur rignt á þessu blessaða landi. Þetta er svona rigning sem maður sér bara í rómatískum bíómyndum. Svona steypi regn sem kemur í lok sólardagsins og gerir alla rómantísku siffonkjólana heppilega gegnsæja...eykur mjög áhorf slíkra mynda.

Jæja hvað sem því líður þá er enn við það sama hvað varðar vinnu og líf. hef svo sem ekki mikið afrekað síðan síðast enda hefur geysi skemmtilegt veður hamlað mjög stórum afrekum á útilegu sviðinu. Fór reyndar síðustu helgi í Þórsmörk á flottasta bíl ever...grænum (alveg að hrynja) landrover. Ég fann mig fyllilega í hlutverki ofur-jeppa- skvísunnar þar sem ég brunaði yfir ár, læki og flesta það sem fyrir mér varð á leiðinni inn í Mörk. Þar vörðum við helgini í geggjuðu veðri ótrúlegt en satt þar sem var bongó blíða. Uðrum reyndar að fara sorglega snemma heim þar sem ég var orðin lasin á sunnudeginum en ekki meira um það hér... Segjum bara að ég mæli ekki með bílferð út úr Þórsmörk á ,,hristi landrover" með magapínu!!

um helgina var ég í bænum eins og svo fáir Reykvíkingar. Fór í afmæli til Guðrúnar sem var memm í kvennó. Glæsilegt boð eins og við var að búast. Magnað hvað sú kona kann að elda góðan mat. Þaðan kíkti ég á Barinn sem er hinn besti og flottasti staður. Ekki að málið sé mér að nokkru skylt eða alveg náskylt!

Fór á Esjuna í dag. Það rigndi. sláandi fréttir veit ég en svona gerist þetta það getur farið að rigna á Esjunni eins og vel flestum stöðum öðrum. Engu að síður hressandi ganga. Á leið heim skutluðum við þýskum-þjóðuverjum (sem eru svona ofur- þjóðverjar...þið vitið með yfirvaraskegg og í öllu gore tex) heim á hótelið sitt. Þau sátu á stoppu stöðinni köld og hrakin. Konan var hrakin úr buxunum af rigningunni og sat og beið eftir leið 118 á nærbuxum og lendarskýlu. Við aumkuðum okkur yfir þau og þau töluðu mikið um lygar ferðahandbókarinnar sem þau höfðu með í för. Bókin sagði þeim að þau gætu auðveldlega farið á Esjuna og komist heim með almenningssamgöngum en sagði þeim ekkert um rigninguna né heldur um 3 tíma bið á milli ferða. Maður spyr sig er löglegt að ljúga hreinlega að útlendingum eða höldum við þetta virkilega sjálf! sorry það er ekki hægt að notast við Strætó utan 2km radíusar í henni Reykjavík.

sunnudagur, júní 11, 2006




Loksins loksins blogga ég aftur, vonandi er einhver sem er enn með þetta blogg inn á blogg rúntinum sínum! Ég er búin í prófunum fyrir löngu síðan og gekk mjög vel betur en mér áhorfðist þarna um tíma úti í flippinu mínu í Svíþjóð. Ég er búin að afreka bara nokkuð margt síðan ég komst í frí frá skólanum. Er náttúrulega að vinna eins og allir og er meira en góðu hófi gegnir á kvöldvöktum en það er nú bara eins og það er, sé mitt fólk bara svona í mýflugu mynd oft á tíðum. Ég hef farið tvisvar sinnum upp í bústaðinn á Þingvöllum og hef farið nokkrar vinnuferðir í bústað pabba og mömmu í Vörðufellinu. Helst afrekið er þó ferðin á Hvannadalshnjúk síðasta laugardag! Þvílík ferð. Ég fór með pabba, Magnúsi frænda og Ásdísi frænku í frábæru veðrir á þennan hæsta tind landsins. Þetta var alveg hrikalega skemmtileg ferð og fullt af fólki sem gekk upp með mismunandi ferðafélögum. Við komumst á toppinn á 6 tímum og er það held ég bara nokkuð gott svona í fyrstu ferð en við pössuðum okkur þó að fara ekkert of hratt og njóta dagsin sem var hreint geggjaður.